Add parallel Print Page Options

81 Til söngstjórans. Á gittít. Asafs-sálmur.

Fagnið fyrir Guði, styrkleika vorum, látið gleðióp gjalla Guði Jakobs.

Hefjið lofsöng og berjið bumbur, knýið hinar hugljúfu gígjur og hörpur.

Þeytið lúðurinn á tunglkomudögum, við tunglfylling á hátíðisdegi vorum.

Því að þetta eru lög fyrir Ísrael, boðorð Jakobs Guðs.

Hann gjörði það að reglu í Jósef, þá er hann fór út í móti Egyptalandi. Ég heyri mál, sem ég þekki eigi:

"Ég hefi losað herðar hans við byrðina, hendur hans eru sloppnar við burðarkörfuna.

Þú kallaðir í neyðinni, og ég frelsaði þig, ég bænheyrði þig í þrumuskýi, reyndi þig hjá Meríbavötnum. [Sela]

Heyr, lýður minn, að ég megi áminna þig, ó, að þú, Ísrael, vildir heyra mig!

10 Enginn annar guð má vera meðal þín, og engan útlendan guð mátt þú tilbiðja.

11 Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, opna munn þinn, að ég megi seðja þig.

12 En lýður minn heyrði eigi raust mína, og Ísrael var mér eigi auðsveipur.

13 Þá sleppti ég þeim í þrjósku hjartna þeirra, þeir fengu að ganga eftir eigin geðþótta.

14 Ó, að lýður minn vildi heyra mig, Ísrael ganga á mínum vegum,

15 þá skyldi ég skjótt lægja óvini þeirra, og snúa hendi minni gegn fjendum þeirra.

16 Hatursmenn Drottins skyldu hræsna fyrir honum og ógæfutími þeirra vara að eilífu.

17 Ég skyldi gefa þér hið kjarnbesta hveiti að eta og seðja þig á hunangi úr klettunum."

Psalm 81

To the chief Musician upon Gittith, A Psalm of Asaph.

Sing aloud unto God our strength:
make a joyful noise unto the God of Jacob.
Take a psalm, and bring hither the timbrel,
the pleasant harp with the psaltery.
Blow up the trumpet in the new moon,
in the time appointed, on our solemn feast day.
For this was a statute for Israel,
and a law of the God of Jacob.
This he ordained in Joseph for a testimony, when he went out through the land of Egypt:
where I heard a language that I understood not.

I removed his shoulder from the burden:
his hands were delivered from the pots.
Thou calledst in trouble, and I delivered thee;
I answered thee in the secret place of thunder:
I proved thee at the waters of Meribah. Selah.
Hear, O my people, and I will testify unto thee:
O Israel, if thou wilt hearken unto me;
there shall no strange god be in thee;
neither shalt thou worship any strange god.
10 I am the Lord thy God, which brought thee out of the land of Egypt:
open thy mouth wide, and I will fill it.

11 But my people would not hearken to my voice;
and Israel would none of me.
12 So I gave them up unto their own hearts’ lust:
and they walked in their own counsels.

13 Oh that my people had hearkened unto me,
and Israel had walked in my ways!
14 I should soon have subdued their enemies,
and turned my hand against their adversaries.
15 The haters of the Lord should have submitted themselves unto him:
but their time should have endured for ever.
16 He should have fed them also with the finest of the wheat:
and with honey out of the rock should I have satisfied thee.